Aldrei samið?

Nú er skollið á enn eitt kennaraverkfallið eins og flestir vita.  Ekki leggst það vel í undirritaðan að sjá krakkana algjörlega eftirlitslausa á torgum og strætum og við hinar ýmsustu verslanamiðstöðvar.
Alltaf flosnar ákveðin prósenta krakkanna upp eftir svona uppákomur. Leggjast þeir einstaklingar stundum í hina ýmsustu iðju sem endar oft með endalokum námsferilsins og ævilangri kjara- og lífsgæðaskerðingu hjá viðkomandi.

 

Ég set hér inn 2 myndir sem tengjast verkfallinu ekki á nokkurn hátt svo undirritaður viti.

seðlar001
Fái samninganefndarmenn of mikið af þessu sem sést á myndinni fyrir hvern fund verður líklega aldrei samið eða í besta lagi þá verður um langvinnt verkfall að ræða..

Hins vegar ef þær gerðu

vofflur001
Fái samninganefndarmenn of mikið af þessu sem sést á myndinni á hverjum fundi verður líklega aldrei samið eða í besta lagi þá verður um langvinnt verkfall að ræða..

það þá yrði líklega aldrei samið.

 

 

En í alvöru talað…

…hvaða bakkelsi fá nefndarmenn á fundunum og hver semur um laun samninganefndanna?

 

 

 

BKristinsson