Verðbólga eða verðbólga?

seðlabankinn001Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 6%. Þar með erum við með 600% hærri vexti en þeir sem eru með 1% vexti.

Deilt hefur verið um áhrif þessara vaxta á verðbólgu og heyrði ég ansi áhugavert viðtal við annan Ólafinn sem kemur úr hinu fræga teymi Ólafarnir sem eru með ágætar og hressilegar reglulegar lesningar í Bítinu á Bylgjunni. Ólafur þessi benti á að verðbólgan hér á landi væri Kostnaðarverðbólga en ekki Eftirspurnarverðbólga og háir stýrivextirnir einfaldlega héldu uppi verðbólgunni. Er þetta með betri skilgreiningum sem ég hef heyrt á þessum fjanda sem virðist hafa verið framleiddur undanfarin ár eða áratugi í áðurnefndum Seðlabanka okkar Íslendinga hvort sem það er með ráðum gert eða ekki.

Ég fylltist einnig stolti þegar hann aðspurður taldi að kennslugögnin í Viðskipta- og Hagfræðideild Háskóla Íslands væru þvæla og gæfu tilefni til að halda bókabrennu nema kannski upp á söguheimildir þá væri í lagi að halda eftir nokkrum eintökum.

Ég nefnilega sagði upp miðum mínum hjá Happdrætti Háskólans skömmu fyrir hrun eftir rökræður við nema í þessari ágætu Viðskipta- og Hagfræðideild háskóla Íslands. Ég hreinlega gat ekki hugsað mér að styrkja svona arfa vitlausa kennslu sem þessi aumingjans nemandi hafði haft fyrir að leggja á minnið í heild sinni.

Mér varð hugsað til þessa nemanda í OKT 2008.

En… Að hafa eða hafa ekki – Kostnaðarverðbólgu eða Eftirspurnarverðbólgu – Það er spurningin…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *