Vetrarferðamennska og 11 ára hámark Norðurljósavirkninnar.

Vetrarferðamennskan hér á landi hefur verið með miklum blóma síðustu árin.

Þeir sem hingað koma yfir vetrartímann er vel upplýst fólk og eru flestir komnir vegna þeirra miklu möguleika að sjá Norðurljósin nú í hámarki sólvirknisveiflunnar.

Gestgjafar þeirra eru í mörgum tilfellum ekki eins vel upplýstir um sólvirknina – 11 ára sveiflu hennar og áhrifanna á tíðni og mikilfengleik Norðurljósanna.

Flestir skilja ekkert í þessari holskeflu ferðamanna og fara jafnvel út í mikla uppbyggingu á hótelrými sem svo verður ef til vill tilbúin þegar sólvirknin er í lágmarki og tíðni og mikilfengleikur norðurljósanna kominn í lágmark.

Ekki er hægt að reikna með að vel upplýst fólk sem langar að berja Norðurljósin augum einu sinni á ævinni leggi upp í dýrt ferðalag á hrollkaldar slóðir þegar líkurnar að sjá – þetta eitt af undrum veraldar – eru í lágmarki. Líklegra er að þetta fólk vilji bíða í nokkur ár þar til sólvirknin nær hámarki sem gerist að meðaltali á 11 ára fresti.

Þeir sem vilja auka þekkingu sína á sólvirkninni og norðurljósunum geta fundið heilmikla samantekt á vefsíðunni Gult.is sem undirritaður vefstýrir.

Góða skemmtun.

Tengill á Gult.is

Kort af sólvirkninni.

BKristinsson

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *