Náttúrupassi.

Hvað er þetta með þennan Náttúrupassa?

Vill enginn borga?

Ég persónulega myndi borga tvöalt eða þrefalt fyrirhugað verð fyrir náttúrupassann ef það yrði gert að valmöguleika.

Væri ekki nær fyrir þessa vinstri menn með mótmælaþrjóskuröskunina að sjá til þess að laun hækki í landinu þannig að ekki nokkurn íslending muni hið minnsta um að borga 500 krónur á ári í þetta þjóðþrifaverkefni sem þetta hlýtur að verða.

sandpappir001
Sérbúnaður fyrir passalausa?

Ég veit ekki með þessa sem eru á móti öllu og öllum en ég allavegana vil ekki hafa fjúkandi klósettpappír um allar koppagrundir og allt niðurtraðkað á vinsælustu stöðunum. Kannski tilheyri ég minnihlutahópi og raunar miðað við umgengni í Reykjavík spyr maður sig hvort íslendingar séu upp til hópa náttúrusóðar?

Fyrir þá sem ekki vilja borga fyrir uppbyggingu á viðunandi aðgengi og aðstöðu er þetta góð hugmynd hjá þeim vinstri mönnum með fangelsun.

Hægt væri að láta andstæðinga gjaldsins vinna beint við uppbygginguna í þegnskylduvinnu og þá væri gott að sem fæstir myndu borga enda um fáránlega lága upphæð að ræða fyrir þennan passa. Miklir fjármunir myndu sparast og hægt væri að hafa tilbúið rými í fangelsunum fyrir umsvifalausa refsivist í stað núverandi margra ára biðlista og firningar.

Að uppbyggingu lokinni á vinsælustu stöðunum gæti verið um endalaus verkefni við lagningu reiðhjóla og reiðstíga um landið enda til skammar að bjóða þessum hópum – það er að segja hjóla og hestafólki, upp á stórhættulegt samneytið við hálf geggjaða ökugangstera á allt að átján hjóla trukkum í kapphlaupi við ökuskífuna á vegum sem eru svo mjóir að varla er hægt að skipta um skoðun hvað þá að mæta öðrum 18 hjóla trukkum með mannsæmandi hætti.

Er ég einn um þessa skoðun eða eru fleiri þarna úti sem vilja hóflega lágmarks uppbyggingu fyrir ferðamenn sem vilja gjarnan skoða landið án fjúkandi klósettpappírs?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *