Lokað vegna Ófærðar!!! – Opið bréf til Vegagerðarinnar.

Ég get ekki orða bundist yfir spillingunni sem er farin að viðgangast milli ríkisstofnana án minnstu athugasemda. Núna er mælirinn fullur og mig langar mest að fara beint í Vigdísi Hauks eða Ríkisendurskoðun og láta fara fram opinbera rannsókn.

Í gamla daga var ekkert verið að loka vegum þegar Dallas var á dagskrá í RUV. Það var heldur ekkert verið að loka þegar Bonansa var á dagskrá.  Það hefði kannski virkilega þurft að loka vegum þegar fólk keyrði tárvotum augum og hálf blint um vegi landsins eftir að hafa horft á Grenjað á gresjunni en það var ekki gert.

dallas001
Það er ekki sama séra Dallas eða séra Ófærð.

Svo núna allt í einu þegar RUV kemur með einhvern smá heimatilbúinn þátt frá Siglufirði þá kemur allt í einu í ljós í morgunfréttum að ástæðan fyrir engri umferð er að víða var lokað vegna Ófærðar. Og það á háannatíma þegar allir túristarnir eru að prufa GPS dæmið.

Hvaða tök hefur RUV á Vegagerðinni spyr sá sem ekki veit?

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *