Fyrsta skemmd ársins á reiðhjóli vegna HOLU!!!

Fyrsta skemmd ársins á reiðhjóli vegna holu í slitlagi var tilkynnt sl. miðvikudag og kallaði borgarstjóri í kjölfarið út allan tiltækan mannafla í holuviðgerðir.

Í samtali við Gulu Pressuna sagði borgarstjóri að vesalings maðurinn hafi verið að taka sveig framhjá tugum einkabíla sem skildir höfðu verið eftir með ónýt dekk og felgur. Þeir einkabílar höfði ekið í ótilkynntar holur og svoleiðis kæmi borgaryfirvöldum ekkert við.

Reiðhjólaeigandinn fékk samkvæmt venju fyrri ára frítt far með einkabílstjóra borgarstjóra meðan reiðhjólið fær allsherjar yfirhalningu í boði borgarstjórnar.