Stækkaðar golfholur í RVK

Holuhjálmar hinn margfrægi hefur nú flutt sig um set innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar og er nú aðalmaður í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.

Má því nú búast við að gatnakerfið verði holulaust næstu árin en Holuhjálmar hefur tekið til óspiltra málanna við að stækka holur allra golfvalla innan borgarmarkanna og mun stærstur hluti nýrra lánveitinga til Reykjavíkurborgar renna til málaflokksins.

Korpúlfsstaðavöllur er nú einnar holu völlur og næstum fullkominn að mati Holuhjálmars