Storkar styðja Ljósmæður

Alþjóðasamtök Storka lýsa yfir fullum stuðningi við Ljósmæður.

Hafa samtökin beint þeim tilmælum til þeirra Storka sem lagt hafa af stað með börn að fljúga norður á bóginn og finna foreldra þar. Fólki sem hyggst á barneignir ætti því að leita norður í land þar til semst við Ljósmæður.

„Eins og alþjóð veit standa Ljósmæður í harðri kjarabaráttu við Íslenska ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki Storka örlögunum og missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við Storkar styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða þeim þessi vinnubrögð af hálfu Íslenska ríkisins og samningarnefndar þess. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ , segir í tilkynningu frá Alþjóðasamtökum Storka.

Stuðningsaðilum Ljósmæðra er bent á undirskriftasöfnun sem finna má HÉR:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *