Veðurstofan ávítt af jafnréttisráði vegna dýraauglýsingar

Jafnréttisráð hefur ávítt Veðurstofuna vegna kyngreinanlegrar auglýsingar sem birtist í helstu dagblöðum um helgina.

Veðurstofan óskar í auglýsingunni eftir einu eintaki af hryssu og hesti, ær og sauð, hundi og tík, fress og læðu, gelti og gyltu, kýr og nauti, kana og kænu, tarfi og kú, hagamúsum og húsamúsum af báðum kynjum. Að sama skapi óskast refir og minkar af báðum kynjum og svo framvegis.

Í áliti Jafnréttisráðs kemur fram að einungis sé talað um karl og kvenkyn en hvorki samkyn eða transkyn. Veðurstofunni ber einnig að breyta merkingum á salernum í samræmi við úrskurðinn.

Veðurstofustjóri segis hafa litlar áhyggjur af úrskurði jafnréttisráðs enda hafi Veðurstofan fengið í gegn sérstaka undanþágu frá byggingarreglugerðum vegna nýbyggingar á lóð veðurstofunnar sem Dagur B. Eggertsson Borgarstjóri tók skóflustungu af á vormánuðum 2018 og að málið leysist af sjálfu sér.

Áætlað er að vinna við nýbygginguna taki ekki meira en 40 daga og 40 nætur.

Veðurstofustjóri við nýbyggingu á lóð Veðurstofunnar