Óðamálaráðuneyti Íslands kynnir nýja rannsókn

Birtar hafa verið á vefnum aðstoðarmenn.is nýjar tölfræðiupplýsingar sem sýna annars vegar samanburð á fjórtán daga nýgengi ráðninga aðstoðarmanna ráðherra eftir aldurshópum og fyrri verkefnastöðu og hins vegar nýgengi ráðninga í önnur störf eftir stöðu fyrri verkefna. Samkvæmt tölfræðinni er nýgengi aðstoðarmanna nú 0,5 hjá fyrrum stjórnarandstöðuþingmönnum sem hafa fengið 1 eða fleiri frumvörp í gegn um þingið, það er um tólf sinnum hærra (5,9) hjá fyrr um stjórnarþingmönnum og 68 sinnum hærra (34,0) hjá þeim sem hafa náð 2 eða fleiri frumvörpum gegn um þingið en hjá þeim sem fengið hafa 1 eða færri frumvörp samþykkt.