Vefsíða ársins 2021 – Óróagraf Veðurstofunnar!

Ritstjórn GuluPressunnar hefur valið vefsíðu ársins og er hún að þessu sinni óróagraf veðurstofunnar.

Aldrei hefur nokkur nokkurn vegin óþekkt vefsíða verið rannsökuð jafn gaumgæfilega og jafn skyndilega af jafn stórum hluta alheimsins og þessi merkilega vefsíða.

Vefsíðan sýnir hvernig flóð og fjara skekja eyjar og sker og hvernig óveður hrista fjallendi um koppa og grundir en einnig hvernig hraunkvika og kvikuinnskot skekja iður jarðar. Síðastnefndi eiginleikinn og eldsumbrot hafa valdið skyndilegum vinsældum vefsíðunnar sem í grunninn og við fyrstu sýn er óskiljanlegt línufargan en þegar betur er að gáð stórmerkilegar mæliniðurstöður varðandi brambolt æðri máttarvalda í iðrum jarðar.

Hlekkur á stórmerkilega vefsíðuna

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *