RÚV.is

stillimyndin001Uppsagnirnar á RÚV hafa varla farið fram hjá mörgum. Nýr Útvarpsstjóri sparar ekki sveipinn og persónulega finnst mér að Rás 2 mætti fara í heild sinni. Ég stilli stundum á þessa rás en fæ oftast verki eftir skamma stund þannig að stutt er stoppið hjá mér á þeim bænum. Við þá starfsmenn sem hafa lent í hreinsunareldinum vil ég segja. Við hverjar einar dyr sem lokast þá opnast tvær í staðinn.

Facebookfærsla sem ég sá hjá ónefndum orðsnillingi núna í vikunni var stutt og laggóð:

RÚV = Rekinn Úr Vinnunni

BKristinsson

Aldrei samið?

Nú er skollið á enn eitt kennaraverkfallið eins og flestir vita.  Ekki leggst það vel í undirritaðan að sjá krakkana algjörlega eftirlitslausa á torgum og strætum og við hinar ýmsustu verslanamiðstöðvar.
Alltaf flosnar ákveðin prósenta krakkanna upp eftir svona uppákomur. Leggjast þeir einstaklingar stundum í hina ýmsustu iðju sem endar oft með endalokum námsferilsins og ævilangri kjara- og lífsgæðaskerðingu hjá viðkomandi.

 

Ég set hér inn 2 myndir sem tengjast verkfallinu ekki á nokkurn hátt svo undirritaður viti.

seðlar001
Fái samninganefndarmenn of mikið af þessu sem sést á myndinni fyrir hvern fund verður líklega aldrei samið eða í besta lagi þá verður um langvinnt verkfall að ræða..

Hins vegar ef þær gerðu

vofflur001
Fái samninganefndarmenn of mikið af þessu sem sést á myndinni á hverjum fundi verður líklega aldrei samið eða í besta lagi þá verður um langvinnt verkfall að ræða..

það þá yrði líklega aldrei samið.

 

 

En í alvöru talað…

…hvaða bakkelsi fá nefndarmenn á fundunum og hver semur um laun samninganefndanna?

 

 

 

BKristinsson

Flug 370 – dagur 37

Góðan daginn. Það er flugstjórinn sem talar. Djarfasta áætlun Stórveldisins Kína hefur nú litið dagsins ljós. Kínverska ríkisstjórnin þakkar farþegunum fyrir gott samstarf við sundurrif og uppmælingu  flugvélarinnar. Nú er ekkert sem hindrar gríðarleg áform um fjöldaframleiðslu á varahlutum í þessa vinsælu tegund. Ykkur verður skilað á upphaflegu flugleiðina eftir að endursamsetningu lýkur. Brottför er áætluð eftir  49 daga.

How long Does ít take to Build a Boeng 777?

Þar sem ekkert hefur spurst til vélarinnar er ekkert annað að gera en geta í eyðurnar.Boeing777-640x426

BKristinsson

Flug MH 370 lent í leyni ?

malaysia_airlines_boeing_Enn bætast við dularfull púsl við hvarf Boeing 777 þotu Malaisya Airlines.
Eitt það sem undirrituðum finnst athyglisverðast er að grunur leikur á að henni hafi verið lent leynilega á Andaman-eyjum en aðeins er byggð á 37 af þeim 572 eyjum sem tilheyra eyjaklasanum.

Áður hefur komið fram hér á Gulu Pressunni að…
…flug 370
…var á 3700 km langri flugleið
…hvarf vélarinnar skv. erlendum tímatalsvenjum  var þann 3/7
…vélin var í 37000 fetum þegar hún hvarf
… Rolls Royce hreyflar vélarinnar sendu sjálfvirk boð í 3,7 klst eftir að vélin hvarf
… Luigi Maraldi einn af þeim sem var ekki um borð en átti að vera þar samkvæmt stolnu vegabréfi hans er 37 ára.
…Malaysian Airlines flýgur með um 37.000 farþega á hverjum degi.
…37 mánuðir eru frá slysinu í Fukusima sem staðsett er á 37. breiddargráðu og slasaði 37 manns.

Einnig þegar horft er á týpuheiti vélarinnar sem er af gerðinni Boeing 777 að þar eru þrjár sjö-ur. 3×7.

Setjum 3 spurningamerki við það.

???

BKristinsson

 

Flug MH 370 Malaysia airlines

malaysia_airlines_boeing_Enn bætast púsl í hið dularfulla mál þegar flug 370 frá Malaysia airlines hvarf að því er virðist sporlaust úr gufuhvolfi Jarðar. Það hefur ýmislegt vakið athygli við flug 370 sem er alls um 3700 km flugleið þegar allt er eðlilegt.
Það athyglisverðasta sem er athyglivert við flugið er að auk þess sem flug 370…
…var á 3700 km langri flugleið
Þá…
…hvarf vélin skv. erlendum tímatalsvenjum  þann 3/7
…vélin var í 37000 fetum þegar hún hvarf
… Rolls Royce hreyflar vélarinnar sendu sjálfvirk boð í 3,7 klst eftir að vélin hvarf
… Luigi Maraldi einn af þeim sem var ekki um borð en átti að vera þar samkvæmt stolnu vegabréfi hans er 37 ára.
…Malaysian Airlines flýgur með um 37.000 farþega á hverjum degi.
…37 mánuðir eru frá slysinu í Fukusima sem staðsett er á 37. breiddargráðu og slasaði 37 manns.
…og einnig er atriði sem hvergi hefur komið fram en heimasími þess sem skrifar þetta byrjaði á 3737 í gamla daga.
Einnig er athyglisvert að um borð voru tæknimenn fyrirtækis sem framleiðir örflögur sem eiga að gera flugvélar ósýnilegar á radar.
Reikna má með að þegar þeim tekst að slökkva á prufubúnaðinum þá…

…já

…þá hvað?

BKristinsson.

gulapressan.is